Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Í Reykjadal hafa verið starfræktar sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni í 62 ár. Sund og leikur hefur alla tíð verið mikilvægur þáttur í starfsemi Reykjadals og sundlaugin er ómissandi hluti af upplifuninni. Mörg barnanna fara oft á dag í laugina og það er alltaf jafn gaman.
Nú þarf sundlaugin okkar verulega á viðgerðum að halda og við höfum sett af stað söfnun til að fjármagna verkefnið. Þú getur bjargað sumrinu í Reykjadal með því að gefa sundferð!
Við þurfum að safna 7.194 sundferðum til að laga sundlaugina áður en sumarið hefst. Hjálpaðu okkur að ná tækifærinu í tæka tíð! Með því að koma sundlauginni í stand fyrir sumarið getum við haldið áfram að skemmta okkur og búa til góðar minningar.