Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Jólahappdrættismiði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2024 er kominn í heimabankann hjá flestum. Einnig er hægt að kaupa happdrættismiða í vefverslun SLF.
Heildarverðmæti vinninga er 40.090.000,- kr. Dregið 24. desember 2024.
1. vinningur. Skoda Kamiq* Framhjóladrifinn, sjálfskiptur bensínbíll að verðmæti 4.990.000 kr.
*Búnaður bílsins á myndinni getur verið frábrugðinn búnaði vinningsbílsins
2.– 4. vinningur. Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 1.000.000,- kr. hver vinningur.
5.-10. vinningur. Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 700.000,- kr. hver vinningur.
11.-103. vinningur. Gjafabréf frá Heimsferðum að verðmæti 300.000,- kr. hver vinningur.
Útgefnir miðar eru 61.000. Söluverð hvers miða er kr. 3.900. Vinningar eru 100 að heildarverðmæti kr. 40.090.000.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra var stofnað árið 1952 og hefur frá upphafi rutt braut og unnið dýrmætt frumkvöðlastarf í þjónustu við fötluð börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Í dag er blómleg starfsemi á vegum félagsins einkum fólgin í margvíslegri þjónustu undir merkjum Æfingastöðvarinnar og Reykjadals í Mosfellsdal og Skagafirði. Alls nýta um 1.800 fjölskyldur þjónustu Styrktarfélagsins á ári hverju.
Vinningar eru auglýstir í Lögbirtingablaðinu og fjölmiðlum að loknum drætti. Upplýsingar um vinninga eru á heimasíðu félagsins www.slf.is og á skrifstofu félagsins í síma 535-0900. Gildistími vinninga er eitt ár frá því að útdráttur fer fram. Öllum hagnaði af happdrættinu er varið til eflingar starfsemi félagsins. Vinningar eru skattfrjálsir.