Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Sala er hafin á jólahappdrættismiðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Allur ágóði af sölu happdrættismiðanna rennur til Æfingastöðvarinnar. Þar starfa sjúkra- og iðjuþjálfar með sérþekkingu í hæfingu og endurhæfingu barna. Með því að greiða happdrættismiðann styrkir þú mikilvægt starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna.
Heildarverðmæti vinninga er 39.990.777,- kr.
Vinningar eru skattfrjálsir
Dregið er 24. desember
Útgefnir miðar eru 61.000.
Söluverð hvers miða er kr. 3.900.
Vinningar eru 110 að heildarverðmæti kr. 39.990.777,- kr.
Vinningar eru auglýstir í Lögbirtingablaðinu og fjölmiðlum að loknum drætti. Upplýsingar um vinninga eru á heimasíðu félagsins www.slf.is og á skrifstofu félagsins í síma 535-0900.
Gildistími vinninga er eitt ár frá því að útdráttur fer fram.
Öllum hagnaði af happdrættinu er varið til eflingar starfsemi félagsins.
Vinningar eru skattfrjálsir.
1. vinningur.
Kia e-Soul rafmagnsbíll frá Öskju að verðmæti kr. 5.490.777,- kr
2.– 7. vinningur.
Gjafabréf frá Heimsferðum að andvirði 600.000,- kr. hvert.
8.-110. vinningur
Gjafabréf frá Heimsferðum að andvirði 300.000,- kr. hvert.
Happdrættismiða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er hægt að greiða í öllum bönkum og sparisjóðum. Hjá þeim sem eru með aðgang að heimabanka stofnast valkrafa þar sem hægt er að greiða miðann. Óski viðtakandi happdrættismiðans eftir því að ekki verði sendir miðar til hans framvegis, getur hann haft samband við félagið og fengið nafn sitt afmáð af útsendingaskrá.
*Búnaður bílsins á myndinni getur verið frábrugðinn búnaði vinningsbílsins.