Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Sjúkra- og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu af þjálfun barna og ungmenna veita ráðgjöf og þjálfun með það að markmiði að efla þátttöku í daglegu lífi og auka þannig lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar.
Æfingastöðin er í eigu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra sem hefur frá upphafi rutt braut og unnið dýrmætt frumkvöðlastarf í þjónustu við fötluð börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Fyrsta verkefni félagsins var stofnun og rekstur Æfingastöðvarinnar árið 1956 og hefur síðan farið þar fram umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna og ungmenna á landinu.