Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Afhending Kærleikskúlunnar Sýn eftir Sigurð Árna Sigurðsson fer fram á Kjarvalsstöðum í dag, miðvikudaginn 30. nóvember kl. 11.
Þetta er í fjórtánda sinn sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra selur Kærleikskúluna en hún er að venju veitt framúrskarandi fyrirmynd á afhendingu kúlunnar. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun afhenda kúluna í ár. Allur ágóði af sölunni rennur til sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal.
Jónas Þórir Þórisson leikur forspil kl. 10:30. Athöfnin hefst svo formlega kl. 11:00.
10:30
Jónas Þórir Þórisson leikur forspil
11:00
Dagskrá hefst. Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, verkefnastjóri í Háskóla Íslands er kynnir.
Ólöf Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur tekur til máls og kynnir listamanninn sem hannaði Kærleikskúlu ársins, Sigurð Árna Sigurðsson.
Sigurður Árni segir frá verki sínu
Bjöllukórinn undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur flytur ljúfa tóna
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, blessar Kærleikskúlu ársins.
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir segir frá handhafa kúlunnar í ár
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir Kærleikskúluna 2016 handahafa hennar.
Dagskrá lýkur. Léttar veitingar í boði.
Athöfnin er öllum opin.