TVG-Zimsen hefur undirritað nýjan samstarfssamning við Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra vegna Kærleikskúlunnar með flutningi og dreifingu hennar um land allt.
Stuðningur TVG er okkur ómetanlegur þar sem allur ágóði af sölu Kærleikskúlunnar rennur beint til Reykjadals sem félagið á og rekur. Reykjadalur bíður upp á fjölbreytt tómstundartækifæri og samveru barna, ungmenna og fjölskyldna í öruggu og uppbyggilegu umhverfi allt árið um kring.
Hjartans þakkir fyrir stuðninginn!