Beinta María var ánægð með túrinn.
Kiwanisklúbburinn Esja færði Reykjadal rafmagnshjól fyrir hjólastóla í gær í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins. Hjólið var afhent við formlega athöfn í Reykjadal en fyrstu gestir sumarsins komu í dalinn á miðvikudaginn.
Beinta María Didriksen og Ingimar Sigurðsson fengu að vígja hjólin og voru í skýjunum með hjólatúrinn. Sigurður Jóhannesson hjá
Mobility.is hjólaði með Ingimar og Hörður Sigurðsson formaður Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra hjólaði með Beintu Maríu.
Við þökkum Kiwanisklúbbnum Esju kærlega fyrir þessa frábæru gjöf. Hjólið verður án nokkurs vafa nýtt vel í Reykjadal. Dásamleg gjöf sem veitir gestum okkar frelsi og tækifæri til þess að fara út að hjóla með vinum sínum.