Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Þriðjudaginn 24. október nk. eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf til að mótmæla kerfisbundnu launamisrétti og kynbundnu ofbeldi. Vegna þessa má búsast við röskun á öllu samfélaginu þennan dag og á það einnig við hjá okkur á Æfingastöðinni.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra styður jafnréttisbaráttu og hvetur konur og kynsegin starfsfólk til þátttöku í kvennaverkfallinu. Það er ljóst að án þeirra verður ekki unnt að halda uppi starfsemi á Æfingastöðinni þann 24. október.
Æfingastöðin mun efna til óformlegrar umræðu um jafnréttismál innan vinnustaðarins bæði hvað snertir jafnrétti starfsmanna en ekki síður hvernig starfsfólk Æfingastöðvarinnar getur stuðlað að jafnrétti í störfum sínum.
Þar sem um er að ræða mikilvæga jafnréttisbaráttu kvenna og kynsegin fólks vonum við að öll sýni þessu skilning.