Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu endurtökum við leikinn frá síðasta sumri og bjóðum fjölskyldum fatlaðra barna upp á sumarfrí og samveru. Mikil ánægja var meðal þeirra fjölskyldna sem tóku þátt í fyrra.
Búið er að opna fyrir umsóknir og hér er hægt að sækja um
Þetta er tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna á aldrinum 2-18 ára til að fara saman í frí.
Starfsfólk frá Reykjadal verður til staðar að aðstoða með öll þau börn sem taka þátt.
Fjölbreytt dagskrá við allra hæfi.
Gert er ráð fyrir að dvölin sé fjórar nætur, fimmtudag til mánudags. Á hótelinu eru góð fjölskylduherbergi og gott rými. Gert er ráð fyrir um 6 fjölskyldum saman í hverri heimsókn.
Í ár bjóðum við upp á tvo staði: Vík í Mýrdal og Húsavík.
Kostnaður: kr. 30.000 fyrir fullorðna, kr. 20.000 fyrir 6-18 ára og frítt fyrir 0-5 ára. Innifalið í verði er gisting, afþreying
og allur matur fyrir utan kvöldverð á laugardagskvöldinu.
VIÐ HÖFUM OPNAÐ FYRIR UMSÓKNIR! Tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur fatlaðra barna og ungmenna á aldrinum 2-18 ára til...
Posted by Reykjadalur on Fimmtudagur, 8. apríl 2021
Atli Lýðsson sér um Sumarfríið lýkt og í fyrrasumar. Hér má sjá viðtal við hann ásamt viðtali við Signýju Hermannsdóttur og Kristrúnu Sigurjónsdóttur sem tóku þátt ásamt börnum sínum Kára 5 ára og Kötlu 2 ára.