Karfan þín

Karfan er tóm.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ævintýrabúðir og Vinahópa Reykjadals

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ævintýrabúðir og Vinahópa Reykjadals fyrir sumarið 2025. Umsóknarfrestur rennur út 28. febrúar. 

 

Umsókn um dvöl í Ævintýrabúðum Reykjadals sumarið 2025

Ævintýrabúðir Reykjadals eru ætlaðar börnum og ungmönnum á aldrinum 8 - 18 ára með adhd og/eða einhverfu og eru með stuðningsþarfir eða fyrir þau sem þurfa á félagslegum stuðning að halda. Í ár boðið upp á 5 daga dvöl og verða Ævintýrabúðirnar okkar til húsa á nýjum stað sem verður auglýstur von bráðar. 

Vináttan er mikilvægur þáttur í starfsemi Reykjadals. Við leggjum mikla vinnu í að raða í hópa í von um að gestir okkar geti eignast vini og séu fremstir meðal jafningja. Raðað verður í hópa eftir áhugamálum, aldri og félagslegum tengslum. Það verður í boði að velja um sumarbúðir annars vegar með áherslu á list og útilíf og hins vegar íþróttir og útilíf. 

Umsókn í Ævintýrabúðir

 

Vinahópar Reykjadals: Umsókn um fullorðinsfrí 2025

Sjötta árið í röð stendur fullorðnu fötluðu fólki til boða að koma í sumarfrí að hætti Reykjadals undir heitinu Vinahópar Reykjadals. Þetta árið bjóðum við ungu fólki á aldrinum 20 ára til 30 ára að taka þátt í verkefninu (árgangar 1995 til og með 2004).

Hver vinahópur hittist í mars/apríl og skipuleggur fríið sitt. Hver dvöl er yfir 4 nætur á tímabilinu júlí/ágúst/september 2025. Markmiðið er að efla öll í hópnum að taka þátt í skipulaginu og sjá afreksturinn með vinahópnum síðar um sumarið. 

Verð í fríið er 65.000kr með öllu inniföldu. Umsóknarfrestur rennur út 28. feb. Takmörkuð pláss eru í boði!

Umsókn í Vinahópa Reykjadals