Karfan þín

Karfan er tóm.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Reykjadal í Mosfellsdal

Vinir í Reykjadal
Vinir í Reykjadal

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Reykjadal í Mosfellsdal

Umsóknarfrestur er 15.febrúar Umsókn um dvöl

Sumarið 2025 fá börn og ungmenni á aldrinum 8 - 20 ára úthlutaða dvöl í Reykjadal í Mosfellsbæ. Eftirspurnin er mikil og biðlistar hafa verið í Reykjadal síðustu ár. Raðað er í hópa í Reykjadal eftir aldri og félagslegum tengslum, því er ekki hægt að óska um dagssetningu. 

 

Fullorðinsfrí Reykjadals

Ungmenni fædd 2003 og 2004 geta sótt um í fullorðinsfrí Reykjadals. Þetta er liður í því að breyta aldurhópnum sem getur sótt um í Reykjadal, með það markmið að Reykjadalur séu sumarbúðir fyrir börn. Við höfum verið með frábært starf fyrir fullorðið fatlað fólk síðustu sumur og munum halda því áfram, þá núna fyrir 20 ára til 30 ára. Opnað verður fyrir umsóknir fljótlega. 

 

 

Við leitum að nýju húsnæði fyrir fyrir Ævintýrabúðir Reykjadals fyrir börn með ADHD/einhverfu. 

Nú kveðjum við Skagafjörðinn eftir fimm frábær sumur. Síðasta sumar komu um 100 börn í dvöl Ævintýrabúðanna og við finnum að þörfin á þessu tómstundatækifæri er mikil. Við leitum nú af öðru húsnæði sem gæti hýst sumarbúðirnar sumarið 2025.
 
Vinsamlegast sendið tillögur eða hugmyndir á reykjadalur@slf.is