Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Ágætu skjólstæðingar og forráðamenn,
Á meðan samkomubann stendur yfir er Æfingastöðinni heimilt að veita takmarkaða þjónustu og þurfum við á ykkar aðstoð að halda til að leggja okkar af mörkum til almannavarna.
Til að geta veitt þessa takmörkuðu þjónustu þurfum við meðal annars að gefa hverjum viðskiptavini möguleika á tveggja metra fjarlægð milli fólks. Við biðjum ykkur því að virða þessar fjarlægðatakmarkanir á biðstofunni okkar sem og í öðrum rýmum. Það er einnig ósk okkar að viðskiptavinir mæti á réttum tíma og dvelji ekki í húsinu að óþörfu.
Stór hluti skjólstæðinga Æfingastöðvarinnar er í áhættuhópi m.a. einstaklingar með veikt ónæmiskerfi og/eða undirliggjandi sjúkdóma. Það er á ábyrgð hvers og eins hvort viðkomandi óskar að mæta í þjálfun eða ekki, en við ráðleggjum einstaklingum í áhættuhópum að afboða tímana sína.
Við biðlum einnig til skjólstæðinga okkar og aðstandenda þeirra að sýna ábyrgð og afboða tíma séu þeir með flensueinkenni eða hafa verið í samskiptum við fólk sem hefur sýkst af veirunni.
Hægt er að afboða í síma 535-0900 eða með því að senda tölvupóst á þjálfara.
Við fylgjumst vel með þróun mála og breytum áætlunum okkar í takt við aðstæður til að minnka smithættu. Mögulega verður ráðist í fleiri aðgerðir á næstu dögum og vikum sem getur haft áhrif á þjónustu og biðjum við ykkur því að fylgjast vel með.
VIð bendum á upplýsingasíðu almannavarna www.covid.is og leiðbeiningar fyrir einstaklinga í áhættuhóp.
Með bestu kveðju,
Starfsmenn Æfingastöðvarinnar