Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Umboðsmaður barna hefur gefið út skýrslu sem sýnir niðurstöður sérfræðihóps fatlaðra barna og ungmenna. Í skýrslunni koma fram ábendingar ungmennana um það sem betur mætti fara í ýmsum málefnum sem snertir þau beint. Þar má nefna skólamál, aðgengismál, tómstundastarf, einelti, fordóma og virðingu í samskiptum.
Sérfræðihópurinn var ætlaður til að gefa innsýn inn í skoðanir og reynslu barna og ungmenna á ýmsum málefnum. Verkefnið er í takt við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að ekki sé nægjanlegt að hlusta á börn heldur þurfi að taka skoðanir og sjónarmið þeirra til greina þegar teknar eru ákvarðanir sem að viðkemur þeim.
Í 23. grein samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og í 7. grein samnings Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er fjallað um rétt fatlaðra barna og mikilvægi þess að aðgengi þeirra að samfélagsþátttöku sé tryggt til jafns við ófatlaða jafnaldra þeirra.
Félagsmálaráðuneytið veitti umboðsmanni barna styrk árið 2018 vegna framkvæmdaráætlunar í málefnum fatlaðs fólks og varð úr verkefnið Raddir fatlaðra barna. Leitað vareftir samstarfi við félagsvísindasvið Háskóla Íslands um framkvæmd verkefnisins. Sérfræðihópur fatlaðra barna og ungmenna var síðan settur á stofn, en hann er eftir sænskri fyrirmynd og ætlaður til að skapa rými og tækifæri fyrir fötluð börn og ungmenni til að ræða sín mál og koma með ábendingar byggðar á eigin reynslu á framfæri. Niðurstöður hópsins og tillögur eftir umræður þeirra kemur núna fram í þessari skýrslu sem allir geta kynnt sér.
Ungmennin sem buðu sig fram í sérfræðihópinn voru sex talsins á aldrinum 13 - 17 ára og voru þau fundin með hjálp félagasamtaka fatlaðs fólks og annarra sem starfa í málaflokknum. Þrír þátttakendur voru með hreyfihömlun og þrír með þroskahömlun.