Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Flottur hópur krakka á aldrinum 8 - 11 ára sem koma reglulega í sumar - og helgardvöl í sumarbúðirnar okkar í Reykjadal keppa í æsispennandi liðakeppni í Stundinni Okkar sunnudaginn 17. febrúar.
Í dagskrárliðnum Stundarglasinu eru börn fengin til að keppa í ýmsum skrítnum og skemmtilegum íþróttagreinum. Þeim er skipt upp í tvö hópa sem keppast um sigurinn. Keppt er í þremur þrautum.
Upptökur voru í Reykjadal 7. febrúar og voru tíu krakkar sem mættu til leiks. Það eru þau Agnes Freyja, Baldur Ari, Baldvin Týr, Bjarki, Guðfinnur Ari, Hilmir Bjarki, Sindri, Jónas Bjartur, Kristbjörg og Vilhjálmur. En þau tvö síðastnefndu voru liðstjórar í sínu liði. Stjórnandi Stundarinnar er Sigyn Blöndal.
Við hlökkum til að sjá útkomuna og hvetjum alla til að fylgjast með skjánum á Krakkarúv sunnudaginn 17. febrúar kl. 18:00.
Uppfært:
Þátturinn er nú aðgengilegur á Sarpinum hér.