Karfan þín

Karfan er tóm.

Sala á sumarhappdrættismiðum er hafin

Brosin eru okkar drifkraftur
Brosin eru okkar drifkraftur

Sala á sumarhappdrættismiðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er hafin. Ágóði af sölunni rennur til sumarbúðanna í Reykjadal. Dregið verður í happdrættinu 17. júní næstkomandi.

Hægt er að kaupa happdrættismiða með því að smella hér.

Einhverjir fá miðann sendan í heimabankann eða í pósti og hann er gildur þegar hann hefur verið greiddur. Hjartans þakkir fyrir stuðningin!

Vinningar eru 125 talsins að heildarverðmæti 44.220.000,- kr.

1.-2. Toyota Yaris Active Hybrid að verðmæti kr. 2.970.000 hvor bifreið

3.-7. Ferðavinningar frá Heimsferðum að verðmæti kr. 600.000 hver vinningur (Gildir í leiguflug hjá Heimsferðum)

8.-125. Ferðavinningar frá Heimsferðum að verðmæti kr. 300.000 hver vinningur (Gildir í leiguflug hjá Heimsferðum)

Dregið verður 17. júní.

BROSIN ERU OKKAR DRIFKRAFTUR

Í sumarbúðunum í Reykjadal leggjum við okkur fram við að skapa ævintýri og ógleymanlegar minningar. Við leggjum metnað í að bjóða upp á líflega dagskrá þar sem fötlun er engin hindrun. Árlega koma um 300 fötluð börn og ungmenni í sumar- og helgardvöl í Reykjadal. Það jafnast ekkert á við bros þeirra og gleði. Þau eru okkar helsti drifkraftur! Þú getur stutt starfið í Reykjadal með kaupum á þessum happdrættismiða.

Happdrætti hefur lengi verið aðal fjáröflunarleið Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.  Allt uppbyggingar- og þróunarstarf félagsins hefur byggst á velvild almennings en sú mikla velvild hefur skipt gríðarlegu máli og gert félaginu kleift að skapa þá umgjörð sem það starfar við í dag.