Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Sala er hafin á sumarhappdrættismiðum Reykjadals 2020. Allur ágóði af sölu happdrættismiðanna rennur til sumarbúðanna í Reykjadal.
Þú finnur happdrættismiðann í heimabankanum þínum. Einhverjir fá líka miða inn um lúguna.
Það er líka hægt að kaupa miða með því að smella hér
Vinningar eru stórglæsilegir og er heildarverðmæti þeirra 44.281.454,- kr.
1. - 2. vinningur
Kia XCeed PHEV Urban að verðmæti kr. 4.590.777 hver bifreið
3.– 12. vinningur.
TREK Rail 5 SX rafmagnshjól að verðmætil kr. 569.990 hvert hjól
13.-110. vinningur
Gjafabréf frá Icelandair hótelum að andvirði kr. 300.000 hver vinningur.
DREGIÐ ER 17. JÚNÍ
Það er taumlaus gleði í sumarbúðunum í Reykjadal. Starfsfólk okkar leggur metnað sinn í að skapa ævintýri og ógleymanlegar minningar fyrir þau 250 börn og ungmenni sem koma til okkar á ári hverju. Vináttan er í aðalhlutverki í Reykjadal og er mikil vinna lögð í að koma börnum í hópa með það í huga að hver og einn sé fremstur meðal jafningja og geti notið sín á sínum forsendum. Í þeim hópum verður oftar en ekki til ómetanleg vinátta.
Nýverið fjölgaði í vinahópi sumarbúðanna þegar bakvarðasveitin Vinir Reykjdals var sett á laggirnar. Vinir Reykjadals styrkja starfsemi sumarbúðanna með mánaðarlegu framlagi. Stuðningur Vina Reykjadals er dýrmætur. Hann stuðlar að því að við getum byggt upp aðstöðuna okkar og vonandi stytt biðlistann. Enginn á að þurfa að bíða í ár eða lengur eftir dvöl í sumarbúðum.
Þú getur gerst vinur Reykjadals með því að smella hér.