Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Gerður Gústavsdóttir yfiriðjuþjálfi kvaddi í dag Æfingastöðina eftir 33 ára starf. Gerður segir tímann á Æfingastöðinni hafa verið skemmtilegan, lærdómsríkan og gefandi. Hún hafi starfað með nokkrum starfmönnum Æfingastöðvarinnar í yfir 30 ár. Gerður hefur störf hjá Tryggingastofnun ríkisins í næstu viku.
Gerður hefur verið yfiriðjuþjálfi á Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra frá árinu 2001 en hún hóf störf á Æfingastöðinni árið 1987.
Vegna samkomutakmarkana var ekki hægt að safna öllu starfsfólki saman til að kveðja Gerði og þakka fyrir samstarfið. Það verður gert síðar með hækkandi sól betri tíð. Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri þakkaði Gerði fyrir hennar störf fyrir Æfingastöðina í á fjórða áratug: „Ég hef átt einstaklega gott samstarf við Gerði og er missir af henni. Hún mun örugglega verða góð viðbót hjá TR með alla þá reynslu sem hún hefur öðlast.“