Karfan þín

Karfan er tóm.

Sjúkraþjálfari - fjölbreytt starf á Æfingastöðinni

Vegna námsleyfis leitar Æfingastöðin að sjúkraþjálfara í afleysingu, með góðum möguleika á framtíðarstarfi.

Um er að ræða 100% stöðu frá og með 1.september 2024 (hægt að byrja fyrr sé þess óskað).

Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu barna og ungmenna sem vegna skerðingar af líkamlegum, vitrænum eða félagslegum toga eiga í erfiðleikum með þátttöku í athöfnum daglegs lífs.

Á Æfingastöðinni starfa 17 sjúkraþjálfarar og 9 iðjuþjálfar auk aðstoða og starfsfólks á skrifstofu. Við störfum eftir skjólstæðings- og fjölskyldumiðaðri stefnu með áherslu á tækifæri í stað takmarkanna. Árlega nýta um 1400 börn og fjölskyldur þeirra sér fjölbreytta þjónustu Æfingastöðvarinnar.

Við leitum að sjúkraþjálfara með áhuga á fjölbreyttu starfi með börnum og fjölskyldum þeirra, þáttöku í stefnumótun og nýsköpun í starfi. Við hvetjum sjúkraþjálfara með reynslu jafnt sem nýútskrifaða til að sækja um. Æfingastöðin er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnuvika starfsfólks í fullu starfi 36 klst.

Umsóknarfrestur er til og með 25.júní

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Mat á færni og fjölbreyttar íhlutunarleiðir
  • Skráning og skýrslugerð
  • Þátttaka í teymisvinnu og fagþróun

Hæfniskröfur

  • Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari frá Embætti landlæknis
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
  • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum      
  • Íslenskukunnátta áskilin

Frekari upplýsingar
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi BHM og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og nýjum stofnanasamningi SLF við þjálfara Æfingastöðvarinnar.

Umsóknir berist til kolla@slf.is

Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Kristínardóttir, yfirsjúkraþjálfari
kolla@slf.is 
8636380