Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra auglýsir stöðu framkvæmdastjóra félagsins lausa til umsóknar. Leitað er eftir framkvæmdastjóra sem leiðir og eflir starfsemi SLF, Æfingastöðvarinnar og Reykjadals sumar- og helgarstaðar fyrir fötluð börn. Framkvæmdastjóri vinnur í nánu samstarfi við yfirþjálfara Æfingastöðvarinnar, forstöðumann Reykjadals og annað starfsfólk.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Stjórnun félagsins, stefnumótun og nýsköpun
• Áætlanagerð og daglegur rekstur Æfingastöðvarinnar
• Þróun hæfingar- og endurhæfingarstarfs félagsins
• Þróun á starfsemi Reykjadals
• Umsjón með fjáröflun félagsins
• Samskipti við notendur þjónustu, starfsfólk, stjórn, stjórnvöld og aðra samstarfsaðila
• Ráðning stjórnenda
Menntunar- og hæfniskröfur
• Áhugi og virðing fyrir málefnum fatlaðra
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Víðtæk þekking og leiðtogahæfni
• Reynsla af stjórnun og teymisvinnu
• Reynsla af stjórn stefnumótunar, nýsköpunar og breytingastjórnunar
• Framsækni í vinnubrögðum og metnaður til að ná árangri í starfi
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
• Góð hæfni til að miðla efni í töluðu og rituðu máli
• Traust orðspor
Sótt er um starfið á hagvangur.is.
Umsókn skal fylgja kynningarbréf. Umsóknarfrestur er til og með 7. febrúar nk.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, katrin@hagvangur.is.
Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar að
hæfingu og endurhæfingu barna og ungs fólks. Þar starfa
38 starfsmenn, þar af 15 sjúkraþjálfarar og níu iðjuþjálfar
við að meta þörf á og veita iðju- og sjúkraþjálfun fyrir börn
og fjölskyldur, bæði í formi beinnar íhlutunar, aðlögunar og
fræðslu. Æfingastöðin er sjálfstæð heilbrigðisstofnun með
þjónustusamning við ríkið og er ekki rekin í hagnaðarskyni.
Unnið er eftir gildum fjölskyldumiðaðrar þjónustu
með það að markmiði að efla þátttöku og lífsgæði barna
með ólíkar þarfir. Í Reykjadal í Mosfellsdal er rekin sumar og
helgardvöl fyrir fötluð börn og ungmenni. Þangað
sækja um 250 börn og ungmenni ár hvert og eru 70
starfsmenn þar í sumarstörfum en hluti þeirra tekur einnig
vaktir yfir veturinn.