Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Tai ji/Tai chi námskeið á vegum Æfingastöðvarinnar hefst 7.sept og stendur yfir til 7. des.
Námskeiðið er ætlað þeim sem eru með skert jafnvægi og/eða með einkenni frá stoðkerfinu. Beiðni um sjúkraþjálfun þarf að koma til Æfingastöðvarinnar og er greitt samkvæmt samningi SÍ um hópþjálfun.
Tai chi /tai ji er kínverskt hreyfikerfi þar sem unnið er með líkamstöðu, líkamsvitund, þyngdarflutning, samhæfingu og jafnvægi
Tai chi/ tai ji hefur verið kallað hugleiðsla í hreyfingu. Hreyfingarnar geta hjálpað til við að dýpka öndun og auka slökun sem gerist samfara því að við leitumst við að kyrra hugann
Hér má lesa viðtal við Hafdísi leiðbeinanda um tímana.
Tímarnir eru á fimmtudögum frá 9:30- 10:15.
Leiðbeinandi er S.Hafdís Ólafsdóttir sjúkraþjálfari
Nánari upplýsingar hafdis@slf.is eða s:5350900