Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Egill Sæbjörnsson hannar Kærleikskúlu ársins í samvinnu við ímyndaða vini sína, tröllin Ūgh og Bõögâr. Egill var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum í ár en þar voru tröllin Ūgh og Bõögâr í aðalhlutverki.
Egill segir að tröllin hafi verið mjög áhugasöm um að aðstoða hann við gerð Kærleikskúlunnar og vildu helst gera kúlurnar sjálfir. „Þeir
sögðu að þeir væru miklu betri í þessu en ég. Þeir urðu æstir og rifust síðan svo mikið um hvað ætti að vera á kúlunum að þeir festust inn í þeim.“
Egill segir að það sé best að fara varlega með kúlurnar og passa að þær brotni ekki. „Þá gætu þessi gráðugu tröll sloppið út og kannski eyðilagt jólin fyrir manni,“ segir hann.
Úr bókinni „When Egill met the Trolls and took them to Venice“.
Kærleikskúlan fer í sölu næstkomandi miðvikudag, 6. desember í verslunum um land allt og salan stendur yfir til 20. desember. Hér má sjá lista yfir alla söluaðila. Einnig er hægt að kaupa kúluna í nýrri netverslun www.kaerleikskulan.is
Söluaðilar kúlunnar leggja söfnuninni mikilvægt lið með því að selja kúluna án nokkurrar þóknunar. Því rennur allur ágóði af sölu Kærleikskúlunni óskiptur til sumarbúðanna í Reykjadal.
Árlega velur stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra handhafa Kærleikskúlunnar sem hlýtur hana sem viðurkenningu fyrir störf í þágu fatlaðra. Tilkynnt verður um handhafa ársins við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum næstkomandi miðvikudag kl. 11.