Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Reykjadalur fékk í dag 250 þúsund króna styrk frá Ungmennafélaginu Ungum Sveinum í Mosfellsbæ. Féð er ágóði kótelettusöfnunarkvölds sem félagsskapurinn heldur einu sinni á ári og lætur þannig gott af sér leiða. Gjafaféð verður nýtt til uppbyggingar á útileiksvæði Reykjadals.
UMFUS eða Ungmennafélagið Ungir Sveinar er íþróttahópur í Mosfellsbæ í kringum Karlaþrekið hjá Elíasi Níelssyni í World Class. Hópurinn gerir ýmislegt annað en að sækja karlaþrektíma. „Við förum í fjallgöngur, hjólaferðir, spilum fótbolta, förum í óvissuferðir og fleira,“ segir Egill Helgason, einn félagsmanna. „Einn að þeim viðburðum sem við tókum uppá fyrir nokkrum árum síðan að hafa einu sinni á ári er Kótilettukvöldið góða, þar sem afraksturinn hefur verið látinn ganga til góðs málefnis,“ segir Egill.
Starfsfólk Reykjadals þakkar UMFUS kærlega fyrir styrkinn.