Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Hjólarar í einstaklingskeppni og Hjólakrafti lögðu af stað í gærkvöldi á nítjánda tímanum frá Ölgerðinni. Þrír þátttakendur eru skráðir til leiks í einstaklingskeppninni en hátt í 60 hjólarar taka þátt með Hjólakrafti. Söfnunin fyrir sumarbúðirnar í Reykjadal hefur farið vel af stað.
Gestir sem eru í dvöl í sumarbúðunum þessa vikuna fjölmenntu við Þingvallaveg og hvöttu hjólarana áfram í gærkvöldi.
Fjögurra og tíu manna lið (A og B flokkar) verða ræst út í kvöld klukkan 18:00 og 19:00 frá Egilshöll en þar hefja yfir 60 lið sína hringferð í kringum landið. Í ár var bætt við svokölluðum firmaflokki en þar keppast starfsmenn fyrirtækja sín á milli um hvert er fljótasta fyrirtækið. Liðsmenn keppa einnig í að safna sem flestum áheitum. Glæsilegt lið Toyota leiðir nú áheitakeppnina og hefur þegar safnað 160.000 krónum en Hjólakraftur fylgir fast á hæla þeirra með 127.000 krónur og þá TEAM World Class sem safnað hefur 93.000 kr. Skipuleggjendur WOW cyclothon hafa sett markið hátt fyrir söfnunina í ár og freista þess að komast yfir tuttugu milljóna múrinn sem er vel gerlegt ef allir leggjast á eitt.
Í viðtali við Fréttablaðið 25. júní sagði Margrét Vala, forstöðumaður Reykjadals, að þakklæti sé efst í huga enda muni styrkurinn skipta sköpum fyrir starfsemi sumarbúðanna. „Okkur hefur lengi dreymt um að geta stórbætt aðstöðuna hérna hjá okkur með viðbyggingu og við teljum að þetta verði mikil lyftistöng fyrir okkar verkefni og geti gert þetta að veruleika,“ segir Margrét aðspurð og að löngu sé orðin þörf á betri aðstöðu. „Þetta er auðvitað aðallega aðstöðumunur, að geta boðið okkar gestum upp á betri aðstöðu.“
En viðtalið við Margréti Völu má lesa hér.
Hægt er að fylgjast með framgangi söfnunnarinnar með því að smella hér og svo er hægt að heita á liðin á þessari slóð hérna