Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri og Sólveig Vilhjálmsdóttir deildarstjóri vefuppboða hjá Gallerí Fold
Vilmundur Gíslason framkvæmdastjóri heimsótti
Gallerí Fold í síðustu viku og afhenti Sólveigu Vilhjálmsdóttur deildarstjóra vefuppboða þakkarskjal fyrir leiðsögn og aðstoð í tengslum við góðgerðaruppboð sem haldið var á Kærleikskúlum í desember.
Níu Kærleikskúlur voru á uppboði sem fóru á alls 276 þúsund krónur. Gallerí Fold tók enga þóknun vegna uppboðsins heldur lagði uppboðsgjald sem leggst ofan á verðið inn á söfnunarreikning Styrktarfélagsins. Því söfnuðustu yfir 331.200 kr. í tengslum við uppboðið.