Karfan er tóm.
- Styrktarfélagið
- Æfingastöðin
- Reykjadalur
- In English
Það er með þungu hjarta sem við upplýsum samfélagið okkar að í ágúst síðasta sumar kom upp grunur um kynferðisbrot í Reykjadal. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu og Gæða- og eftirlitsstofnun hefur ekki lokið skýrslu um atvikið. Maðurinn var ekki starfsmaður Reykjadals, hann var í takmörkuðu starfi í gegnum annað félag sinnti garðvinnu og var ekki í ummönnunarhlutverki. Eftir að hafa skoðað viðveru starfsmannsins, stuðning og hópaniðurröðun þá teljum við að um einangrað atvik sé að ræða.
Fyrstu viðbrögð starfsfólks Reykjadals voru til fyrirmyndar þau hlustuðu á frásögn brotaþola, trúðu honum og komu honum í öruggari aðstæður. Hringt var strax í forsjáraðila og leitað til aðstoðar með næstu skref til réttindagæslumanna fatlaðs fólks og annars fagfólks. En við hefðum getað gert betur og brugðumst gestum Reykjadals með því að vera ekki með skýran verkferill til staðar þegar upp kemur grunur um kynferðisbrot.
Stjórnendur Reykjadals eru með góða yfirsýn í sumarbúðunum, starfsfólkið okkar fær flotta þjálfun og allt okkar skipulag er sett upp til að sporna við að alvarlegar aðstæður komi upp. Við misstum yfirsýn í nokkrar mínútur þennan dag þegar atvikið kom upp og hörmum mjög að þær aðstæður sem sköpuðust. Atvikið gerðist á kveðjudegi þegar starfsfólk er að aðstoða gesti við að pakka og mikill erill á svæðinu. Við erum að skoða hvar við getum gert betur í skipulagi til að gera Reykjadal öruggari, þá sérstaklega á móttöku- og kveðjudögum.
Unnið hefur verið að úrbótum í samvinnu við Barnaheill og verklagsreglur og forvarnaráætlun mótaðar. Okkur langar að vera sérfræðingar í þessum málaflokki og leggjum mikla áherslu á það að allt starfsfólk Reykjadals næsta sumar fái viðamikla fræðslu um kynferðisofbeldi og fatlað fólk. Einnig mun bætast við fræðsla um nýja verklagsferilinn okkar, fyrstu viðbrögð og tilkynningarskyldu.
Við getum ekki sagt meira til um atvikið vegna trúnaðar okkar við gesti sumarbúðanna. En okkur langar að halda samtalinu áfram, þá sérstaklega við aðstandendur gesta Reykjadals og hvetjum við ykkur að hafa samband.
Andrea Rói Sigurbjörns,
Forstöðumaður Reykjadals