05.12.2018
Eliza Reid forsetafrú afhenti Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur Kærleikskúlu ársins 2018 við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í dag. Þetta er í sextánda sinn sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur frá sér Kærleikskúluna en allur ágóði af sölu hennar rennur til sumar – og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal.
Lesa meira
05.12.2018
Stekkjastaur er jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra árið 2018 en hann var afhjúpaður við tendrun Oslóartrésins á Austurvelli sunnudaginn 2. desember. En Stekkjastaur fer víða og stundum yfir Atlandshafið ef þess er þörf, en hann fær einnig að njóta sín í góðum hópi bræðra sinna á sameiginlega jólatré norrænu sendiráðanna í Berlín þetta árið. Stekkjastaur er seldur frá 5.-19. desember og mun allur ágóðinn renna til Æfingastöðvarinnar.
Lesa meira
04.12.2018
Afhending Kærleikskúlunnar 2018 mun fara fram á Kjarvalsstöðum miðvikudaginn 5. desember kl. 11. Kærleikskúla ársins er eftir Elínu Hansdóttur og ber heitið Terrella. Eliza Reid forsetafrú verður gestgjafi á afhendingunni.
Lesa meira
04.12.2018
Elín Hansdóttir er listamaður Kærleikskúlunnar árið 2018. Kúlan ber heitið Terrella og er allur ágóði af sölu hennar til styrktar sumar - og helgardvalarstaðinn í Reykjadal.
Kúlan verður seld í búðum víðsvegar um land og á netverslun Styrktarfélagsins: www.kaerleikskulan.is
Sölutímabilið er frá 5. - 19. desember.
Lesa meira
06.11.2018
Sala á jólahappdrættismiðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er hafin en ágóðinn af sölunni rennur til Æfingastöðvarinnar.
Lesa meira
17.10.2018
Rebekkustúkan nr. 4, Sigríður, I.O.O.F. færði Æfingastöðinni Motomed Viva2 æfingahjól á dögunum
Lesa meira
22.08.2018
Frestur til að sækja um í vetrardvölina í Reykjadal lýkur 1. september
Lesa meira