Karfan þín

Karfan er tóm.

Fréttir

Förum út saman!

Á dögunum birtist grein eftir Kolbrúnu Kristínardóttur sjúkraþjálfara á Æfingastöðinni í fréttabréfi Umhyggju. Við fengum að endurbirta greinina: Förum út saman!
Lesa meira

Vinningstölur í jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2017

Dregið hefur verið út í jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2017. Við þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir þátttökuna og ykkar ómetanlega stuðning. Vinningshöfum óskum við innilega til hamingju. Lokað er á skrifstofu Styrktarfélagsins fram yfir áramót en hægt verður að vitja vinninganna á nýju ári.
Lesa meira

Lokað á Æfingastöðinni og skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra á milli jóla og nýars

Við óskum skjólstæðingum okkar, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar. Lokað verður á Æfingastöðinni og skrifstofu Styrkarfélags lamaðra og faltaðra á milli jóla og nýárs.
Lesa meira

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar handhafi Kærleikskúlunnar Ūgh & Bõögâr

Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar hlýtur Kærleikskúlu ársins, Ūgh & Bõögâr, eftir Egil Sæbjörnsson fyrir mikilvægt framlag í þágu fatlaðs fólks. Þetta er í fimmtánda sinn sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út Kærleikskúluna en allur ágóði af sölunni rennur til sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal.
Lesa meira

Askasleikir mun prýða Óslóartréð

Askasleikir er jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í ár. Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) hannaði óróann og Ásta Fanney Sigurðardóttir, handhafi Ljóðstafsins í ár, samdi kvæði um kappann.
Lesa meira

Tröllin Ūgh og Bõögâr sitja fastir inn í Kærleikskúlu ársins

Egill Sæbjörnsson hannar Kærleikskúlu ársins í samvinnu við ímyndaða vini sína, tröllin Ūgh og Bõögâr. Egill var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum í ár en þar voru tröllin Ūgh og Bõögâr í aðalhlutverki.
Lesa meira

Vinna að samnorrænum gagnagrunni um áhrif CP

Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari á Æfingastöðinni tekur þátt í samnorrænu verkefni sem snýst um að rannsaka hvernig það að vera með Cerebral Palsy (CP) hefur áhrif á heilsu, lífsgæði, félags- og fjárhagsstöðu, menntun, þátttöku í atvinnulífinu og notkun heilbrigðisþjónustu.
Lesa meira

Rúmar fimm milljónir söfnuðust vegna sölu Góðgerðarpizzu Dominos

Dominos pizza færði Reykjadal rúmar fimm milljónir króna í dag sem söfnuðust vegna sölu góðgerðarpizzunnar. Peningnum verður varið í endurbætur á útileikvelli. Meðal annars eru uppi eru áform um að reysa sandkassa með greitt aðgengi fyrir hjólastóla.
Lesa meira

Hafa tekið saman lista yfir tómstundaúrræði

Nýr listi með upplýsingum um tómstundaúrræði má nú finna sem fræðsluefni á síðunni. Harpa Örlygsdóttir iðjuþjálfi tók listann saman ásamt Bríeti Bragadóttur og Pétri Eggertssyni sjúkraþjálfurum.
Lesa meira

Ævintýrameðferð hlaut viðurkenningu Erasmus +

Ævintýrameðferð sem Sæunn Pétursdóttir og Jónína Aðalsteinsdóttir iðjuþjálfar á Æfingastöðinni skipulögðu var á dögunum valin besta verkefnið í æskulýðshluta afmælishátíðar Erasmus +. Alda Pálsdóttir þáverandi iðjuþjálfi á Æfingastöðinni og Auðun Valborgarson sálfræðingur voru einnig leiðbeinendur í meðferðinni.
Lesa meira