11.01.2019
Verkfræðistofan Mannvit færði Reykjadal jólastyrk sinn fyrir jólin 2018. Styrkveitingin kemur í stað jólakorta fyrirtækisins.
Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðumaður Reykjadals, tók við styrknum fyrir hönd Reykjadals núna í upphafi nýársins. Styrkurinn verður nýttur í endurbætur á útisvæði sumarbúðanna en framkvæmdir eru þegar hafnar
Lesa meira
10.01.2019
Attentus ráðgjafaskrifstofa ákvað fyrir jólin 2018 að veita sumarbúðunum okkar í Reykjadal styrkveitingu. Styrkveiting þessi kemur í stað þess að fyrirtækið kaupi og sendi út jólakort.
Lesa meira
08.01.2019
Starfsemin hefst í lok maí og lýkur um miðjan ágúst. Einnig stendur til boða að taka helgarvaktir yfir vetrartímann. Starfsmenn eru um 50 talsins og vinna á tvískiptum vöktum. Ekki er gerð krafa um menntun en áhugi er auðvitað skilyrði.
Lesa meira
27.12.2018
Dregið var út úr jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 24. desember síðastliðinn.
Vinningstölur verða birtar hér á heimasíðunni þann 28. desember síðdegis
Lesa meira
05.12.2018
Eliza Reid forsetafrú afhenti Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur Kærleikskúlu ársins 2018 við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum í dag. Þetta er í sextánda sinn sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur frá sér Kærleikskúluna en allur ágóði af sölu hennar rennur til sumar – og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal.
Lesa meira
05.12.2018
Stekkjastaur er jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra árið 2018 en hann var afhjúpaður við tendrun Oslóartrésins á Austurvelli sunnudaginn 2. desember. En Stekkjastaur fer víða og stundum yfir Atlandshafið ef þess er þörf, en hann fær einnig að njóta sín í góðum hópi bræðra sinna á sameiginlega jólatré norrænu sendiráðanna í Berlín þetta árið. Stekkjastaur er seldur frá 5.-19. desember og mun allur ágóðinn renna til Æfingastöðvarinnar.
Lesa meira
04.12.2018
Afhending Kærleikskúlunnar 2018 mun fara fram á Kjarvalsstöðum miðvikudaginn 5. desember kl. 11. Kærleikskúla ársins er eftir Elínu Hansdóttur og ber heitið Terrella. Eliza Reid forsetafrú verður gestgjafi á afhendingunni.
Lesa meira
04.12.2018
Elín Hansdóttir er listamaður Kærleikskúlunnar árið 2018. Kúlan ber heitið Terrella og er allur ágóði af sölu hennar til styrktar sumar - og helgardvalarstaðinn í Reykjadal.
Kúlan verður seld í búðum víðsvegar um land og á netverslun Styrktarfélagsins: www.kaerleikskulan.is
Sölutímabilið er frá 5. - 19. desember.
Lesa meira
06.11.2018
Sala á jólahappdrættismiðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er hafin en ágóðinn af sölunni rennur til Æfingastöðvarinnar.
Lesa meira