17.04.2019
Sjóður Kristínar Björnsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2019.
Umsóknarfrestur er til 1. júní 2019.
Lesa meira
09.04.2019
Kvenfélagssamband Gullbringu – og Kjósarsýslu varð 90 ára gamalt á dögunum. Kvenfélagskonur fögnuðu þessum áfanga á aðalfundi sínum laugardaginn 2. mars síðastliðinn. Í tilefni af afmælisári KSGK ákváðu kvenfélögin að veita sumarbúðunum í Reykjadal 900 krónur fyrir hverja félagskonu, en andvirði þeirrar styrkveitingar verður notað til kaupa á tækjum í samráði við forstöðumann Reykjadals.
Lesa meira
11.03.2019
Styrkir voru veittir til 47 verkefna félagasamtaka þann 8. mars síðastliðinn. Ásmundur Einar Daðason, félags - og barnamálaráðherra veitti Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra tvo styrki sem eru ætlaðir starfseminni í Reykjadal.
Lesa meira
22.02.2019
Reykjadalur hlaut styrk í fyrstu úthlutun úr samfélagssjóði Kaupfélags Kjalarnesþings. Reykjadalur fékk styrk að upphæð 3 milljónir króna til þess að nota í uppbyggingu á glænýjum gervigrassparkvelli á útivistarsvæði. Framkvæmd á sparkvelli er ein af mörgum til að uppbyggja allt útisvæðið en framkvæmdir verða teknar í áföngum.
Lesa meira
18.02.2019
Ólafur Orri Pétursson, Inga Steinunn Ólafsdóttir og Kristján Jóhannsson komu og færðu Reykjadal veglegt spilasafn að gjöf á dögunum.
Lesa meira
16.02.2019
Flottur hópur krakka á aldrinum 8 - 11 ára sem koma reglulega í sumar - og helgardvöl í sumarbúðirnar okkar í Reykjadal keppa í æsispennandi liðakeppni í Stundinni Okkar sunnudaginn 17. febrúar. Upptökur voru í Reykjadal 7. febrúar og voru tíu krakkar sem mættu til leiks.
Lesa meira
21.01.2019
Við minnum á að umsóknarfrestur um sumardvöl í Reykjadal fyrir árið 2019 er til 1. febrúar næstkomandi.
Hægt er að sækja um 6 - 13 daga dvöl.
Lesa meira
14.01.2019
Kiwanisklúbburinn Mosfell færði Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra sláttutraktor að gjöf nú á dögunum. Traktorinn er kærkomin gjöf en hann mun verða vel nýttur í Reykjadal á sumrin. Sláttutraktorinn er afrakstur sælgætissölu Mosfells fyrir jólin 2018.
Lesa meira