22.12.2017
Við óskum skjólstæðingum okkar, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar. Lokað verður á Æfingastöðinni og skrifstofu Styrkarfélags lamaðra og faltaðra á milli jóla og nýárs.
Lesa meira
06.12.2017
Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar hlýtur Kærleikskúlu ársins, Ūgh & Bõögâr, eftir Egil Sæbjörnsson fyrir mikilvægt framlag í þágu fatlaðs fólks. Þetta er í fimmtánda sinn sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út Kærleikskúluna en allur ágóði af sölunni rennur til sumar- og helgarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal.
Lesa meira
01.12.2017
Askasleikir er jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í ár. Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) hannaði óróann og Ásta Fanney Sigurðardóttir, handhafi Ljóðstafsins í ár, samdi kvæði um kappann.
Lesa meira
01.12.2017
Egill Sæbjörnsson hannar Kærleikskúlu ársins í samvinnu við ímyndaða vini sína, tröllin Ūgh og Bõögâr. Egill var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum í ár en þar voru tröllin Ūgh og Bõögâr í aðalhlutverki.
Lesa meira
28.11.2017
Guðbjörg Eggertsdóttir sjúkraþjálfari á Æfingastöðinni tekur þátt í samnorrænu verkefni sem snýst um að rannsaka hvernig það að vera með Cerebral Palsy (CP) hefur áhrif á heilsu, lífsgæði, félags- og fjárhagsstöðu, menntun, þátttöku í atvinnulífinu og notkun heilbrigðisþjónustu.
Lesa meira
20.11.2017
Dominos pizza færði Reykjadal rúmar fimm milljónir króna í dag sem söfnuðust vegna sölu góðgerðarpizzunnar. Peningnum verður varið í endurbætur á útileikvelli. Meðal annars eru uppi eru áform um að reysa sandkassa með greitt aðgengi fyrir hjólastóla.
Lesa meira
13.11.2017
Nýr listi með upplýsingum um tómstundaúrræði má nú finna sem fræðsluefni á síðunni. Harpa Örlygsdóttir iðjuþjálfi tók listann saman ásamt Bríeti Bragadóttur og Pétri Eggertssyni sjúkraþjálfurum.
Lesa meira
10.11.2017
Ævintýrameðferð sem Sæunn Pétursdóttir og Jónína Aðalsteinsdóttir iðjuþjálfar á Æfingastöðinni skipulögðu var á dögunum valin besta verkefnið í æskulýðshluta afmælishátíðar Erasmus +. Alda Pálsdóttir þáverandi iðjuþjálfi á Æfingastöðinni og Auðun Valborgarson sálfræðingur voru einnig leiðbeinendur í meðferðinni.
Lesa meira
23.10.2017
Í dag setti Dominos í sölu sérstaka góðgerðarpizzu til styrktar Reykjadal sem stjörnukokkurinn Hrefna Sætran setti saman. Pizzan verður á matseðli til og með 27. október næstkomandi en öll salan af góðgerðarpizzunum rennur óskipt til Reykjadals.
Lesa meira
18.10.2017
Fjórir fulltrúar frá Æfingastöðinni fóru á árlegt þing um CP eftirfylgni(CPUP) sem haldið var í Gautaborg í byrjun október. Æfingastöðin og Endurhæfing-þekkingarsetur hafa undanfarin ár boðið einstaklingum með CP eða CP lík einkenni upp á árlega eftirfylgni að sænskri fyrirmynd.
Lesa meira