Karfan þín

Karfan er tóm.

Fréttir

Snjóstormur fyrstu helgina í fjölskyldufríi Reykjadals

Um helgina tóku fjórar fjölskyldu þátt í helgarfríi fjölskyldunnar í Vík í Mýrdal. Helgin er sú fyrsta af sex en verkefnið er styrkt af félagsmálaráðuneytinu sem viðbrögð við félagslegum áhrifum Covid-19.
Lesa meira

„Barnið er að gera þetta fyrir hundinn“

Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi var gestur Spjallsins með Góðvild á dögunum en viðtal við hana var birt á Vísi í dag. Gunnhildur er menntuð í notkun dýra við íhlutun og undanfarna mánuði hefur hún tekið á móti börnum í iðjuþjálfun ásamt tíkinni Skottu sem er fyrsti vottaði þjónustuhundur á Íslandi. Í viðtalinu segir Gunnhildur frá því hvernig megi nota hunda og hesta við iðjuþjálfun og talar um starfsemi Æfingastöðvarinnar og stöðu iðjuþjálfunar hér á landi.
Lesa meira

Eigum við að vera vinir? Sumarhappdrætti SLF 2021

Sala er hafin á sumarhappdrættismiðum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2021. Happdrættismiðarnir verða sendir í heimabanka á næstu dögum. Að venju er dregið út 17. júní. Vinningar eru stórglæsilegir eins og alltaf og allur ágóði af sölu miðanna rennur til Reykjadals.
Lesa meira

Systkinavikur á ævintýranámskeiðinu

Systkinum barna og ungmenna með fötlun og/eða sérþarfir stendur nú til boða taka þátt í ævintýranámskeiði Reykjadals á sérstökum systkinavikum. Vikurnar 19.-23.júlí og 9.-13.ágúst verða tileinkaðar systkinum sem geta upplifað ævintýri Reykjadals saman og þannig styrkt tengslin.
Lesa meira

Opnað fyrir umsóknir í Sumarfríi fjölskyldunnar í Vík í Mýrdal og á Húsavík

Með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu endurtökum við leikinn frá síðasta sumri og bjóðum fjölskyldum fatlaðra barna upp á sumarfrí og samveru. Mikil ánægja var meðal þeirra fjölskyldna sem tóku þátt í fyrra.
Lesa meira

Fróðleiksmoli vikunnar: Góðir skór

Starfsfólk Æfingastöðvarinnar býr yfir mikilli þekkingu á sviði sjúkra- og iðjuþjálfunar barna og ungmenna. Mikið er til af útgefnu efni, bæklingum og greinum eftir þjálfara okkar og ætlum við á næstu vikum að benda á það efni, eitt í hverri viku. Þessa vikuna er það bæklingurinn „Góðir skór“.
Lesa meira

Páskalokun Æfingastöðvarinnar

Lokað er á Æfingastöðinni 30. og 31. mars vegna páskaleyfa. Opnum aftur eftir páska, þriðjudaginn 6. apríl.
Lesa meira

Tilkynning vegna hertra samkomutakmarkanna

Í ljósi hertra samkomutakmarkana fellur allt hópastarf á Æfingastöðinni niður fram að páskum. Að öðru leyti verður starfsemin óbreytt og saman hjálpumst við að við að gæta allra sóttvarna.
Lesa meira

Hinsta kveðja til Gunnars Karls

Í dag kveðjum við kæran vin í hinsta sinn. Gunnar Karl okkar allra besti, lést í vikunni og skilur eftir sig stórt skarð í hjarta Reykjadals.
Lesa meira

"Með tímanum myndar Skotta tengsl við börnin sem er fallegt að verða vitni að"

Flatta tíkin Skotta er nýjasti meðlimur Æfingastöðvarteymisins. Hún aðstoðar Gunnhildi Jakobsdóttur iðjuþjálfa við meðferðir og hefur samstarfið gengið vonum framar.
Lesa meira