Karfan þín

Karfan er tóm.

Fréttir

Síðasti dagur Gerðar eftir 33 ára farsælt starf

Gerður Gústavsdóttir yfiriðjuþjálfi kvaddi í dag Æfingastöðina eftir 33 ára starf. Gerður segir tímann á Æfingastöðinni hafa verið skemmtilegan, lærdómsríkan og gefandi. Hún hafi starfað með nokkrum starfmönnum Æfingastöðvarinnar í yfir 30 ár. Gerður hefur störf hjá Tryggingastofnun ríkisins í næstu viku.
Lesa meira

Vetrarstarf Reykjadals hefur göngu sína á ný

Vetrarstarf Reykjadals hefst aftur í febrúar. Fyrsti hópurinn er væntanlegur í helgardvöl í Reykjadal 4. - 6. febrúar ásamt því að Jafningjasetrið hefur göngu sína á ný. Gestir fá sendan úthlutunarpóst mjög fljótlega. Við getum ekki beðið eftir því að fá líf og fjör í dalinn!
Lesa meira

Við leitum að iðjuþjálfa á Æfingastöðina

Æfingastöðin auglýsir stöðu iðjuþjálfa lausa til umsóknar. Á Æfingastöðinni starfar öflugur hópur iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara að því að efla þátttöku barna og ungmenna heima fyrir, í skólanum og úti í samfélaginu.
Lesa meira

Gunnhildur ráðin yfiriðjuþjálfi

Gunnhildur Jakobsdóttir hefur verið ráðin í stöðu yfiriðjuþjálfa á Æfingastöðinni og tekur við 1. febrúar næstkomandi. Gunnhildur lauk Bs. prófi í iðjuþjálfunarfræðum frá heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri árið 2011 og meistaraprófi í heilbrigðisvísindum frá sama skóla 2015. Þar að auki hefur Gunnhildur lokið námi um notkun hunda við meðferðir frá Landbúnaðarháskólanum í Noregi.
Lesa meira

Vinningstölur í Jólahappdrætti 2021

Dregið hefur verið í jólahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2021.
Lesa meira

Gleðileg jól: Lokað til 3. janúar

Skrifstofa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra verður lokuð á milli jóla og nýárs. Við opnum aftur 3. janúar. Starfsfólk Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og Æfingastöðvarinnar óskar skjólstæðingum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar.
Lesa meira

Kærleikskúla ársins 2021 er að seljast upp

Kærleikskúla ársins 2021 er uppseld á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 13. Hún er einnig uppseld á langflestum sölustöðum.
Lesa meira

Karl Guðmundsson er handhafi Kærleikskúlunnar 2021

Karl Guðmundsson listmaður er handhafi Kærleikskúlunnar 2021. Árlega velur stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra handhafa Kærleikskúlunnar. Kúlan er veitt framúrskarandi fyrirmynd fyrir störf í þágu fatlaðra.
Lesa meira

Kærleikskúla ársins 2021 sýnir sólargang eins árs

Kærleikskúla ársins 2021 sýnir sólargang eins árs Eitt ár eftir Sirru Sigrúnu Sigurðardóttur er Kærleikskúla ársins 2021. Þetta er nítjánda Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út en markmiðið með sölu hennar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal.
Lesa meira

Þvörusleikir síðastur til byggða í jólaóróasafni Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra

Þvörusleikir er jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2021. Hönnunarteymið Arnar&Arnar hannaði óróann og Kristín Svava Tómasdóttir samdi kvæði um kappann. Þvörusleikir er síðastur í jólaóróaseríunni sem telur alls sextán óróa. Jólasveinarnir þrettán hafa verið færðir í stál ásamt Grýlu, Leppalúða og Jólakettinum. Markmiðið með gerð og sölu jólaóróanna er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna en allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Æfingastöðvarinnar sem Styrktarfélagið á og rekur.
Lesa meira